Microsoft word - félagi oddfellow.docm

Um Oddfellowregluna

Einkunnarorð Oddfellowreglunnar eru:
VINÁTTA
KÆRLEIKUR
SANNLEIKUR
en hlekkirnir þrír tákna þessi einkunnarorð
og eru tengdir saman í keðju.
Grundvallarkenningar og markmið
Oddfellowreglunnar
Hugsjónir Oddfellowreglunnar byggja á siðfræðilegum og mannúðlegum
grunni.
Reglan leggur áherslu á að hjálpa og styðja félaga sína í daglegu lífi á
grundvelli kenninga sinna og veita félögunum þá lífssýn sem Reglan byggir á
og kemur fram í þeim tilgangi hennar:

Boð þessi og skyldur byggjast á þeim félagslegu aðstæðum, sem ríktu við stofnun Reglunnar. Þessar aðstæður hafa breyst til muna og hluti þeirra verkefna, sem Reglan sinnti áður, er nú í höndum samfélagsins. Einnig leggur Oddfellowreglan félögum sínum á herðar: Að kynna grundvöll vináttu, kærleika og sannleika
meðal manna.
Að styrkja þá og aðstandendur þeirra í trúnni á eina æðstu veru
Að sérhver einstaklingur geti, í samræmi við hæfni sína, lagt sitt
af mörkum til þess að hjálpa náunga sínum, til betra og farsælla
lífs.
Að kenna þeim að orðin tóm nægja ekki.

Þetta eru markmið sem enginn getur náð öðruvísi en að bæta fyrst sjálfan sig, með stuðningi félaga sinna í Reglunni. Á fundum leitum við leiða til þess að vinna sem best að markmiðum Reglunnar og einingu meðal félaga hennar. Á fundum er ekki rætt um trúmál eða stjórnmál, því að það eru slík mál sem valda sundrungu.
Sýnum gott fordæmi
Fyrrgreind markmið byggja á þeim siðferðilegu lífsviðhorfum sem stofnendur
Reglunnar töldu vera mikilvægan þátt í starfi hennar. Að beina sjónum ekki
aðeins að efnislegum gæðum heldur einnig siðferðilegum.
Ekki er nægilegt að félagar í Reglunni líti á siðfræði hennar einungis sem
kenningar. Þeir eiga að lifa og starfa samkvæmt henni. Daglegt líf á að
einkennast af þeirri siðfræði. Félagar í Oddfellowreglunni eiga að þekkjast af
framkomu þeirra og viðmóti.
Styrkur Oddfellowreglunnar liggur í þeirri vitund Reglufélaga að sýna bróður-
og systurþel í vináttu, kærleika og sannleika.
Mannúðarstarf Reglunnar
Reglustarfið grundvallast á framangreindri siðfræði. Félagar hennar vinna því
ötullega að líknarstarfi.
Reglan býr m.a. yfir sameiginlegum sjóði sem staðið hefur straum af
myndarlegum framlögum til líknarmála.
Allar Regludeildir eiga ennfremur sjóði sem nýttir eru í sama tilgangi.
Upphaf Oddfellowreglunnar
Enginn virðist vita með fullri vissu við hvaða tíma miða skal upphaf
Oddfellowreglunnar. Fræðimenn eru sammála um að upphaf hennar megi
rekja til gildanna sem voru samtök iðnfélaganna sem sett voru á fót á
miðöldum til að varðveita atvinnuleyndarmál félaga sinna og efla samtakamátt
þeirra. Elstu ritaðar heimildir um Oddfellowregluna eru frá Skotlandi en í safni
þar er geymt stofnbréf sem greinir frá því að Reglan hafi verið stofnuð 5.
febrúar 1537. Heimildir eru um að aðalaðsetur Reglunnar hafi verið í London á 18. öld en hún starfaði víða á Bretlandi. Frá Englandi barst hreyfingin með innflytjendum til Bandaríkjanna. Stofnandinn var Thomas Wildey sem flust hafði búferlum frá Englandi. Hann og fjórir aðrir bræður, sem einnig höfðu flust þaðan, stofnuðu fyrstu stúkuna „Nr. 1, Washington”, í veitingahúsinu Seven Stars í Baltimore 26. apríl 1819. Oddfellowreglan á Íslandi er grein af þeim meiði Reglunnar sem þarna var sett á stofn. Framsýnn bróðir, Schuyler Colfax, síðar varaforseti Bandaríkjanna, átti frumkvæði að því árið 1851 að stofna kvennastúkur innan Oddfellowreglunnar. Nefnast þær Rebekkustúkur. Úr þessum jarðvegi óx Reglan og dafnaði hratt, ekki eingöngu í Bandaríkjunum heldur einnig í fjölda annarra landa þar sem Reglan starfar. Íslenska Oddfellowreglan heyrir nú undir Stórstúku Evrópu sem stofnsett var árið 2007. Ágreiningur er um það meðal sagnaritara hvernig nafn Reglunnar hafi myndast og hvað það þýðir. Ein skýringin er sú að Oddfellowreglan sé arftaki gildanna eins og að framan er getið. Gildin voru
öðrum þræði “fóstbræðralög” og félagar þeirra urðu að vinna hátíðlegan eið
að því að styðja hvern annan. Í fornu máli ensku hét eiður “Ad” – borið fram
“Odd”. Félagar Reglunnar voru eiðsfélagar; enska heitið varð því
óhjákvæmilega Odd Fellow – (eiðsvarinn) fóstbróðir.
Oddfellowreglan á Íslandi
Fyrsta Oddfellowstúkan á Íslandi, St.
nr. 1, Ingólfur, var stofnuð 1. ágúst
1897. Aðdragandi stofnunar
Reglunnar hér á landi var sá, að
danskir Oddfellowar tóku sér fyrir
hendur að reisa sjúkrahús fyrir
holdsveika í Laugarnesi við
Reykjavík, en þá var holdsveiki
nokkuð útbreidd í landinu og mikill vágestur.
Innan Reglunnar starfa bræðrastúkur og systrastúkur en einnig Regludeildir
er nefnast Búðir og Canton. Fjöldi Reglufélaga hérlendis hefur um áratuga
skeið numið um og yfir 1% af íbúafjölda landsins.
Yfirstjórn Reglunnar er í höndum Stórstúkustjórnar, en æðsti yfirmaður
Reglunnar er stórsír.
Stórstúkan er löggjafarþing Reglunnar. Í henni eiga sæti fulltrúar allra
Regludeilda í landinu.
Oddfellowheimilin á Íslandi eru öll í eigu Reglunnar. Félagar Reglunnar
skoða Regluheimilin sem sitt annað heimili
Fundir
Fundir stúkna eru ýmist vikulega eða hálfsmánaðarlega, en annarraRegludeilda mánaðarlega, á tímabilinu september til maí. Fundur er haldinn í stúkusal samkvæmt ákveðinni dagskrá og fylgir siðareglum. Að loknum fundi í stúkusal er jafnan samverustund í setustofu þar sem fram eru bornar veitingar og flutt fræðslu- eða skemmtiefni. Á hátíðafundum klæðast bræður kjólfötum og systur síðum, svörtum kjólum. Á almennum fundum klæðast bræður samstæðum dökkum jakkafötum og systur svörtum kjólum. Nokkur leynd hvílir yfir starfsemi Reglunnar. Leyndarmál Reglunnar eru merki hennar og siðir. Reglusystkini eru eiðsvarin að ljósta ekki upp um þessi leyndarmál. Söngur og tónlist eru mikilvægir þættir í fundahaldi og það gildir einnig um aðra samveru og skemmtanir á vegum Regludeilda. Tilgangurinn er ekki síst að efla samkennd og að félagar kynnist betur innbyrðis. Heimsóknir milli Regludeilda er fastur liður í starfinu. Einnig geta einstakir félagar farið í heimsóknir til annarra Regludeilda bæði hérlendis og hvar sem er í heiminum þar sem Oddfellowreglan starfar. Ekki er mætingaskylda á fundum, en hins vegar er nauðsynlegt að mæta vel á fundi til að njóta til fullnustu starfsins og þess sem Reglan hefur að bjóða.
Hvernig gerist ég félagi
í Oddfellowreglunni?
Til þess að ganga í Oddfellowregluna þarf innsækjandi að vera lögráða og
fjárhagslega sjálfstæður.
Þá er þess krafist að innsækjandi trúi ,,á eina æðstu veru sem skapað hefur
heiminn og heldur honum við”.
Tillögumaður, sem er fullgildur félagi í Reglunni, þarf að mæla með umsókn
innsækjanda. Hann þarf að þekkja innsækjandann vel og vera þess fullviss,
að hann eigi erindi í Oddfellowregluna.
Þetta rit veitir ekki upplýsingar um hvað það kostar að vera Oddfellowi, þar
sem slíkt getur verið mismunandi frá einni Regludeild til annarrar. Þær
upplýsingar veitir tillögumaðurinn, sem svarar einnig öðrum spurningum sem
upp kunna að koma hjá innsækjanda.
Það er von okkar að þessar upplýsingar um uppbyggingu og starfsemi
Oddfellowreglunnar hafi vakið hjá þér áhuga á að taka þátt í gefandi
félagsstarfi sem byggir á vináttu og kærleika.

Source: http://www.oddfellow.is/static/files/yminss-skjol/Felagi_oddfellow.pdf

dme.net

MSDS Document Product Dynatex® 49594 White Lithium Grease 1. Chemical Product and Company Identification Trade Name of this Product Dynatex® 49594 White Lithium Grease Synonyms: MSDS ID DYN49594 Manufacturer Phone Number Emergency Phone Revision Date Reactivity Specific 2. Composition and Information on Ingredients Ingredient CAS Number ACGIH TLV 3.

Microsoft word - maraton north pole_en.doc

The only Spanish participating in this great challenge A 42km race in the North Pole to condemn * Should withstand temperatures of -30 degrees and carry a microchip to record one’s body's adaptation to extreme conditions. * This feat is meant to arouse attention to the environmental toxins effects on reproduction health. Barcelona, April 29, 2010 Temperatures of -30

© 2010-2017 Pharmacy Pills Pdf